Birgir Þórisson

Við erum byrjuð aftur!

Gleðilegt nýtt ár öllsömul! Vonandi áttu allir gott jólafrí og mæta ferskir inn í árið 2020. Í tilefni þess að það er jú kominn janúar, þá er kennsla í Tónlistarskólanum komin á fullt skrið aftur. Hlökkum til að sjá og heyra í ykkur!

Við erum byrjuð aftur! Read More »

Jólatónleikar

Það er kominn desember og jólalögin farin að óma um ganga skólans. Þá er ekki seinna vænna en að halda eins og nokkra jólatónleika. Allir tónleikarnir verða með fjölbreyttri jólaskotinni efnisskrá sem nemendur eru búnir að vinna hörðum höndum að. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld, þriðjudaginn 3. desember kl. 18 í Tónbergi  næstu tónleikar verða

Jólatónleikar Read More »

Einhvern tímann er allt fyrst

Þessa dagana er myndlistarsýning í anddyrinu hjá okkur í Tónlistarskólanum. Það er hann Almar Daði Kristinsson sem stendur fyrir sýningunni, en Almar Daði er 16 ára nemandi við FVA. Sýningin ber heitið Einhvern tímann er allt fyrst og verður til sýnis næstu 2 vikurnar. Sýningin er öllum opin og hvetjum við alla til að kíkja

Einhvern tímann er allt fyrst Read More »

Maxímús Músíkús trítlar í Tónlistarskólann

Sýningin Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólanum verður sett upp í Tónbergi af nemendum og kennurum Tónlistarskólans á Akranesi ásamt sögumanni og myndasýningu fimmtudaginn 24. október. Maxímús er tónlistarmús er sköpunarverk Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldurssonar og í þessari sýningu er músin fjöruga stödd í tónlistarskóla og flækist þar á milli og segir frá mismunandi

Maxímús Músíkús trítlar í Tónlistarskólann Read More »

Heimsókn frá Noregi

Það er alltaf gaman að fá gesti, og því er gaman að segja frá því að þriðjudaginn 8. október fáum við frábæra gesti á Akranes og í Tónlistarskólann! Nú er það strengjasveitin Regnbuen frá Noregi sem sækir okkur heim, en hún samanstendur af börnum á aldrinum 8-18 ára. Sveitin dregur nafn sitt af regnboganum, bæði

Heimsókn frá Noregi Read More »

Kynningarfundur í Tónlistarskólanum

Nú er vetrarstarfið alveg að komast á fullt í Tónlistarskólanum og langar okkur af því tilefni að bjóða öllum nýjum nemendum og forráðamönnum þeirra á kynningarfund um starfið í skólanum á miðvikudag kl. 17.00 í Tónbergi. ,,Hvað þarf að æfa mikið heima?” ,, Þarf ég að eiga hljóðfæri?” ,,Er tónfræði mikilvæg?” o.fl. eru dæmi um

Kynningarfundur í Tónlistarskólanum Read More »

Allt á fullt!

Nú styttist í að kennslan í Tónlistarskólanum fari aftur á fullt og hlökkum við öll til að hitta nemendurna aftur eftir gott sumarfrí! Kennarar eru þessa dagana að vinna í að leggja lokahönd á stundatöflur, en kennslan hefst formlega á morgun – fimmtudaginn 29. ágúst.  Okkur er líka ánægja að kynna til leiks tvo nýja

Allt á fullt! Read More »

Skólaslit

29. Maí síðastliðinn fóru fram skólaslit í Tónlistarskólanum. Jónína Erna skólastjóri fór létt yfir skólaárið og nokkur tónlistaratriði voru flutt.  Veittar voru viðurkenningar fyrir áfangapróf, en alls tóku 10 nemendur skólans áfangapróf í vor. Þá var veitt sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur þennan veturinn, en það var hann Edgar Gylfi Skaale Hjaltason sem hlaut hana

Skólaslit Read More »

Skull Crusher á Opnunarhátíð Sumarlesturs

Mánudaginn 3. júní síðastliðinn fór fram opnunarhátíð Sumarlesturs á Bókasafni Akraness. Það má með sanni segja að Sumarlesturinn hafi farið af stað með trukki, en hljómsveitin Skull Crusher sá um að koma gestum í gírinn. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir nemendur í Tónlistarskólanum og hafa verið duglegir að koma fram upp á síðkastið við hin ýmsu

Skull Crusher á Opnunarhátíð Sumarlesturs Read More »

Skólaslit

Það er komið að lokum þessa skólaárs. Af því tilefni verða skólaslit haldin í Tónbergi kl. 17:00 í dag þar sem afhending prófskírteina og vitnisburðar fer fram, leikin verða nokkur lög og við höldum saman út í sumarið. Allir hjartanlega velkomnir

Skólaslit Read More »