Jónína Arnardóttir

Landsmót lúðrasveita.

Þá er prófaviku að ljúka í Tónlistarskólanum og þökkum við nemendum kærlega fyrir góðan árangur. Í dag fer Skólahljómsveit Tónlistarskólans á landsmót lúðrasveita í Breiðholti. Um 700 gestir verða á mótinu og munu skemmta sér saman alla helgina og ljúka mótinu með tónleikum í íþróttahúsinu Austurbergi, sunnudaginn 29. apríl kl. 13:00. Í næstu viku er […]

Landsmót lúðrasveita. Read More »

Prófavika

Nú fer að líða að síðustu vikum þessarar vorannar hjá Tónlistarskólanum. Dagana 23.- 27. apríl verður prófavika hjá okkur.  Í þessari viku munu nemendur mæta í árspróf, eins og gert var síðasta vor. Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og í fyrra, það verða engar einkunnir gefnar heldur fær nemandi umsögn fyrir frammistöðu sína í prófinu.

Prófavika Read More »

Með allt á hreinu.

Nú styttist í uppskeruhátíðina, eftir strangar æfingar síðustu vikur. Söngleikurinn Með allt á hreinu verður frumsýndur á morgun. Skemmtilegt samstarfsverkefni Leikfélags NFFA og Tónlistarskólans. https://midi.is/leikhus/1/10407/Med_allt_a_hreinu

Með allt á hreinu. Read More »

Músík í mars.

Á morgunn, fimmtudaginn 8. mars, verður músíkfundur í Tónbergi. Þetta verða fjölbreyttir tónleikar með bæði nýjum og lengra komnum nemendum sem spila á mismunandi hljóðfæri. Allir velkomnir.

Músík í mars. Read More »

Tónleikar með Elzbieta Wolenska

Á morgun, miðvikudaginn 21. febrúar, kl 17:00 verða tónleikar í Tónbergi með gestakennaranum Elzbieta Wolenska. Elzbieta fæddist í Póllandi árið 1979. Hún er þverflautuleikari og hefur getið sér góðan orðstír fyrir fallegan tónlistarflutning í heimalandi sínu og víðar. Hún hefur gefið út fjöldan allan af geisladiskum og fengið einróma lof gagnrýnenda fyrir fallegan og fágaðan

Tónleikar með Elzbieta Wolenska Read More »

Foreldravika

Þá er foreldravikan okkar í Tónlistarskólanum hafin og viljum við hvetja alla foreldra til að fylgja barni sínu í spilatíma. Þeir sem ekki hafa tök á að gera það eru eindregið hvattir til að hafa samband við viðkomandi kennara og finna aðra leið; t.d. finna annan tíma eða spjalla um nám barnsins í síma.

Foreldravika Read More »

Foreldravika

Í næstu viku 5. – 9. febrúar verður foreldravika í Tónlistarskólunum. Þá er óskað eftir því að forráðamenn fylgi börnunum í tíma í Tónlistarskólanum. Með þessu vill Tónlistarskólinn efla samskipti kennara og forráðamanna með það að markmiði að styrkja áhuga nemenda fyrir náminu. Vonumst við til að sjá sem flesta forráðamenn í næstu viku. Góða

Foreldravika Read More »

Bóndadagur – Súputónleikar

  Á morgun föstudaginn 19. janúar er bóndadagurinn. Þá er við hæfi að bjóða Þorrann velkominn. Í tilefni af því verða súputónleikar kl 12.10 í anddyri Tónlistarskólans. Þetta er tilvalið tækifæri til að brjóta upp hefðbundið föstudagshádegi og eiga ánægjulega stund með ungu fólki í heimi tónlistarinnar. Boðið verður upp á súpu og brauð fyrir

Bóndadagur – Súputónleikar Read More »

Jólatónleikar í vikunni.

Miðvikudaginn 6. desember verða fyrstu jólatónleikar Tónlistarskólans í Tónbergi. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00. Fimmtudaginn 7. desember verða svo eldri nemendur söngdeildar með aðventutónleika í Akraneskirkju. Þeir tónleikar hefjast einnig klukkan 18:00. Enginn aðgangseyrir er á þessa viðburði og allir velkomnir.

Jólatónleikar í vikunni. Read More »