Fréttir

Nótutónleikar Toska

Fimmtudaginn 14. mars kl. 18:00 verða nótutónleikar Tónlistarskólans í Tónbergi. Tónleikarnir eru jafnframt liður í að velja atriði sem fara áfram í Vestur-Nótuna sem haldin verður í Borgarnesi 23. mars næstkomandi. Einvalalið skipar dómnefndina sem velur atriðin áfram. Nemendur spila fjölbreytta efnisskrá svo tónleikagestir eiga gott í vændum! Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir! Dixon

Nótutónleikar Toska Read More »

Skemmtilegum þemadögum lokið

Börn í 1-5 bekk sóttu námskeið hjá Jóni Hilmari Kárasyni, sem lauk með þematónleikum. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á tónleikum. Fullur salur af fólki skemmti sér konunglega. Tónleikar söngdeildar TOSKA og tónleikar /námskeið píanósnillinga frá Póllandi voru einnig á fimmtudeginum,

Skemmtilegum þemadögum lokið Read More »

Þemadagar í Tónlistarskólanum

Í næstu viku (4.-8. mars) verða þemadagar í Tónlistarskólanum og margt skemmtilegt og spennandi í gangi hjá okkur. Fyrst ber að nefna námskeið á vegum Jóns Hilmars Kárasonar þar sem hann mun fara með krökkunum í spuna, sköpun og framkomu. Námskeiðið miðast að aldrinum 6-10 ára og verður á þriðjudeginum 5. mars og fimmtudeginum 7.

Þemadagar í Tónlistarskólanum Read More »

Davíð Þór hlýtur norræn verðlaun

Fyrrum nemandi Tónlistarskólans til margra ára Davíð Þór Jónsson hlaut Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin 2019, sem voru afhent í Berlín fyrir stuttu. Þau bera heitið Harpa og eru veitt árlega einu tónskáldi frá Norðurlöndum.Verðlaunin hlýtur Davíð fyrir tónlist sína í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Davíð Þór er á meðal fjölhæfustu tónlistarmanna landins, jafnvígur á

Davíð Þór hlýtur norræn verðlaun Read More »

Bóndadagstónleikar

Hvernig væri að bjóða bóndanum á hádegistónleika föstudaginn 25. Janúar kl. 12.10 í Tónlistarskólanum á Akranesi? Nemendur í Tónlistarskólanum töfra fram ljúfa tóna og konur úr kvennakórnum Ymi bera fram heita og góða súpu með á 1000 kr. Allir velkomnir!

Bóndadagstónleikar Read More »

Samstarf við FVA

Á vorönn þá munu kennarar við Tónlistarskólann kenna námskeið í tónmennt fyrir starfsbraut FVA. Mikill spenningur er í nemendum jafnt sem kennurum og verður gaman að sjá hvernig námskeiðið þróast, en það er tilraunaverkefni á þessari önn. Fyrsti tíminn á námskeiðinu var í morgun og fór vel af stað. Hér má sjá hluta af þeim

Samstarf við FVA Read More »

Kæru nemendur og velunnarar!  Gleðileg jól og farsælt nýtt tónlistarár                                               

Read More »

Jólatónleikaröð Tónlistarskólans

Fyrstu jólatónleikarnir.  Hljómur, kór eldri borgara, börn í forskóla TOSKA  og ukulelehópur barna

Jólatónleikar Tónlistarskólans fóru glæsilega af stað í gær með tvennum tónleikum.  Gleðin  heldur áfram næstu  daga, 5. og  6.desember  kl. 18.00  og í næstu viku þriðjudag, miðvikudag og  fimmtudag, sömuleiðis kl. 18.00.  Fjölbreytt dagskrá  nemenda í  söng og spili.  Tónleikarnir eru öllum opnir og nóg pláss í Tónbergi svo endilega bjóðið gestum með ykkur.  

Jólatónleikaröð Tónlistarskólans Read More »