Fréttir

Innritun fyrir veturinn 2018-2019

Nú stendur yfir innritun í Tónlistarskólann á Akranesi fyrir skólaárið 2018-2019. Nýjar umsóknir skulu berast rafrænt á slóðina: https://www.schoolarchive.net/school/AdmissionForm.aspx?orgId=2&periodId=1 Umsóknarfrestur er til 5. júní næstkomandi. Núverandi nemendur þurfa ekki að sækja um aftur, heldur eru þeir sjálfkrafa skráðir áfram í óbreytt nám. Ef um breytingar á hlutfalli eða ósk um viðbót í námi er að

Innritun fyrir veturinn 2018-2019 Read More »

Síðasta kennsluvikan

Næsta vika, 14. til 18. maí, er síðasta kennsluvika í Tónlistarskólanum fyrir sumarfrí. Það verður fjörug vika, því við verðum með fjölbreytta tónleika flesta dagana. Á mánudaginn kl: 18:00 verða þriðju vortónleikar okkar, þar fáum við að heyra meðal annars lög eftir Jimmy Hendrix, Beethoven, Bach, Jón Múla Árnason, Billy Idol og fleiri. Meðfylgjandi er

Síðasta kennsluvikan Read More »

Vortónleikar

Það styttist í skólalok hjá okkur, en síðasti kennsludagur er föstudagurinn 18. maí og skólaslit verða síðan í Tónbergi miðvikudaginn 23. maí klukkan 17:00-18:00. Í næstu viku byrja vortónleikarnir okkar og eru það eldri nemendur sem hefja leikinn á mánudaginn næstkomandi kl 18:00. Góða helgi.

Vortónleikar Read More »

Landsmót lúðrasveita.

Þá er prófaviku að ljúka í Tónlistarskólanum og þökkum við nemendum kærlega fyrir góðan árangur. Í dag fer Skólahljómsveit Tónlistarskólans á landsmót lúðrasveita í Breiðholti. Um 700 gestir verða á mótinu og munu skemmta sér saman alla helgina og ljúka mótinu með tónleikum í íþróttahúsinu Austurbergi, sunnudaginn 29. apríl kl. 13:00. Í næstu viku er

Landsmót lúðrasveita. Read More »

Prófavika

Nú fer að líða að síðustu vikum þessarar vorannar hjá Tónlistarskólanum. Dagana 23.- 27. apríl verður prófavika hjá okkur.  Í þessari viku munu nemendur mæta í árspróf, eins og gert var síðasta vor. Fyrirkomulagið verður með svipuðu sniði og í fyrra, það verða engar einkunnir gefnar heldur fær nemandi umsögn fyrir frammistöðu sína í prófinu.

Prófavika Read More »

Með allt á hreinu.

Nú styttist í uppskeruhátíðina, eftir strangar æfingar síðustu vikur. Söngleikurinn Með allt á hreinu verður frumsýndur á morgun. Skemmtilegt samstarfsverkefni Leikfélags NFFA og Tónlistarskólans. https://midi.is/leikhus/1/10407/Med_allt_a_hreinu

Með allt á hreinu. Read More »

Músík í mars.

Á morgunn, fimmtudaginn 8. mars, verður músíkfundur í Tónbergi. Þetta verða fjölbreyttir tónleikar með bæði nýjum og lengra komnum nemendum sem spila á mismunandi hljóðfæri. Allir velkomnir.

Músík í mars. Read More »

Tónleikar með Elzbieta Wolenska

Á morgun, miðvikudaginn 21. febrúar, kl 17:00 verða tónleikar í Tónbergi með gestakennaranum Elzbieta Wolenska. Elzbieta fæddist í Póllandi árið 1979. Hún er þverflautuleikari og hefur getið sér góðan orðstír fyrir fallegan tónlistarflutning í heimalandi sínu og víðar. Hún hefur gefið út fjöldan allan af geisladiskum og fengið einróma lof gagnrýnenda fyrir fallegan og fágaðan

Tónleikar með Elzbieta Wolenska Read More »