Fréttir

Nýr aðstoðarskólastjóri

  Birgir Þórisson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskólann á Akranesi. Hann tekur við stöðunni af Elfu Margréti Ingvadóttur en hún hefur gengt starfinu í afleysingum frá haustinu 2018 fyrir Skúla Ragnar Skúlason, sem nú hefur látið af störfum við skólann. Birgir hefur starfað við skólann frá árinu 2011 og verið deildarstjóri undanfarin tvö ár.  Birgir hefur […]

Nýr aðstoðarskólastjóri Read More »

17. júní

17. júní hátíðarhöldin á Akranesi verða með talsvert breyttu sniði í ár en verið hefur, sökum Covid-19. Í stað hátíðardagskrár á torginu er búið að útbúa streymisþátt með hátíðardagskrá sem streymt verður á morgun.  Hópur frá Tónlistarskólanum tekur þátt í þættinum en hópurinn var upprunalega settur saman til að taka þátt í Nótunni – uppskeruhátíð

17. júní Read More »

Skólalok

Þá er komið að skólalokum á þessu viðburðaríka starfsári í Tónlistarskólanum. Það hefur gengið á ýmsu; veðri, vindum og COVID en svo hafa all margir skemmtilegir viðburðir drifið á daga okkar líka. Má þar nefna Maximús Músíkús tónleika sem haldnir voru í haust, öskudagsgleði, tónlistarvalstónleika, söngtónleika í Bílás o.fl. Þá voru nokkur áfangapróf tekin við

Skólalok Read More »

Framhaldsprófstónleikar Hafdísar Guðmundardóttur – söngur

Hafdís Guðmundardóttir, nemandi í klassískum söng, heldur framhaldsprófstónleika sína í Hallgrímskirkju í Saurbæ miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00.   Á efnisskránni kennir ýmissa grasa en Hafdís mun flytja verk eftir:   J.S. BachHenry PurcellW.A.MozartEdward GriegRoger QuilterJón ÞórarinssonPál Ísólfsson   Meðleikari er Zsuzsanna Budai.   Aðgangseyrir ókeypis og allir velkomnir!

Framhaldsprófstónleikar Hafdísar Guðmundardóttur – söngur Read More »

Framhaldsprófstónleikar Hrefnu Berg Pétursdóttur – fiðla

Miðvikudaginn 3. júní mun hún Hrefna Berg Pétursdóttir halda framhaldsprófstónleika sína í fiðluleik í sal Tónlistarskólans, Tónbergi. Tónleikarnir hefjast kl. 18:00  Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, W.A. Mozart, Fritz Kreisler, César Franck og Sigvalda Kaldalóns.Meðleikari er Hrönn Þráinsdóttir.   Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Framhaldsprófstónleikar Hrefnu Berg Pétursdóttur – fiðla Read More »

Hljóðfærakynning

Það hefur verið fastur liður í skólastarfinu okkar í Tónlistarskólanum að vera með hljóðfærakynningu á vorin. Í ár er kynningin með aðeins breyttu sniði en verið hefur (útaf dálitlu) – en hér kemur hún í formi myndbands. Við vonum að þið njótið og við hlökkum til að taka á móti nýjum nemendum í haust. Fyrir áhugasama

Hljóðfærakynning Read More »

(Fjar)Kennslan er hafin aftur

Þá er páskafríinu lokið og fjarkennslan komin af stað aftur. Það er þó farið að birta til í öllu þessu ástandi, en frá og með 4. maí mun skólahald verða með hefðbundum hætti og á það einnig við um kennslu í Tónlistarskólanum.  Það þýðir að við tökum bara upp venjulegt skólastarf með einkatímum og hóptímum

(Fjar)Kennslan er hafin aftur Read More »

Starfsdagur á mánudaginn

Vegna aðgerða gegn Covid veirunni sem taka gildi á miðnætti sunnudaginn 15. mars hefur verið ákveðið að fella niður alla kennslu í Tónlistarskólanum mánudaginn 16. mars.  Stjórnendur skólans munu fara yfir stöðuna og greina nánar frá hvernig framhaldið verður.  Eins og staðan er í dag reiknum við með áframhaldandi skólastarfi frá og með þriðjudeginum 17.

Starfsdagur á mánudaginn Read More »