Skólagjöld

Innheimta skólagjalda er í höndum bæjarskrifstofu Akranesskaupstaðar. Skólagjöldum er skipt niður á 4 gjalddaga yfir skólaárið.

Hætti nemandi námi á miðri önn ber honum að greiða fullt gjald fyrir þá önn sem hafin er. Skil haustannar og vorannar eru um áramót.

Hljóðfæraleiga.

Skólinn býður nemendum að leigja blásturshljóðfæri og strengjahljóðfæri fyrstu árin í námi. Miðað er við að nemandi eignist eigið hljóðfæri eftir 2-3 ára nám.

Nemandi ber ábyrgð á hljóðfæri sem hann er með á leigu.