Spunanámskeið í Tónlistarskólanum

Dagana 1.- 2. nóvember fer fram námskeið í Tónlistarskólanum, en á því verður lögð áhersla á spuna og sköpun, gleði og gaman. Munu allir nemendur þessa vikuna leggja námsbækurnar að hluta – eða alveg til hliðar og einbeita sér að eigin sköpunarverkum. Námskeiðinu lýkur svo á föstudeginum 2. nóvember með þrennum örtónleikum, einum fyrir hvern hóp námskeiðisins.

Kennari á námskeiðinu verður Gunnar Ben, en hann er aðjúnkt við Listaháskóla Íslands og landsmönnum að góðu kunnur sem hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Skálmöld.

Skipulagið á námskeiðinu verður eftirfarandi en það fer fram í Tónlistarskólanum:

Fimmtudagur 1. nóvember: Nemendur í 6.-7. bekk kl. 15.00-16.30, nemendur í 8.-10. bekk kl. 16.30-18.00 og 16.ára og eldri 19.00-21.00

Föstudagur 2. nóvember: 6-7.bekkur Kl 13.00 8.-10. Bekkur kl. 14.30 og , 16 ára og eldri kl. 16.00. 

Örtónleikarnir verða:

6.-7. bekkur kl. 14:00

8.-10. bekkur kl. 15:30

16 ára og eldri kl. 17:00

Aðgangseyrir er ókeypis og hlökkum við til að sjá ykkur sem flest á tónleikunum