Tónlistarvalstónleikar

Í dag héldu nemendur tónlistarvals hádegistónleika í anddyri Tónlistarskólans. Þetta er samvinnuverkefni milli Grundaskóla, Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólans þar sem nemendum unglingadeildar grunnskólanna býðst að taka þátt í tónvali. Þar njóta þeir tilsagnar kennara í rytmískri tónlist við Tónlistarskólann. Tónleikarnir tókust vel og þökkum við gestum fyrir komuna.