janúar 2020

Bóndadagssúputónleikar

Það styttist óðum í Þorrann og eflaust margir farnir að láta sig hlakka til að gæða sér á þorramatnum. Fyrsti dagur þorra, bóndadagur, er núna á föstudaginn 24. janúar. Af því tilefni er tilvalið að skella í eins og eina súputónleika í anddyri skólans. Húsið opnar kl. 12:00 og tónleikarnir sjálfir hefjast um kl. 12:10  […]

Bóndadagssúputónleikar Read More »

Vegna veðurs…

Tónlistarskólinn á Akranesi starfar á nokkrum starfsstöðvum. Því getur komið upp sú staða að kennsla sé felld niður á einni starfsstöð en ekki annarri. Þá er starfsfólk skólans búsett á mörgum stöðum á stór Akranessvæðinu. Við ráðum því miður ekki við veðrið þannig að á svona óviðrisdögum er gott að fylgjast sérstaklega vel með tilkynningum

Vegna veðurs… Read More »

Við erum byrjuð aftur!

Gleðilegt nýtt ár öllsömul! Vonandi áttu allir gott jólafrí og mæta ferskir inn í árið 2020. Í tilefni þess að það er jú kominn janúar, þá er kennsla í Tónlistarskólanum komin á fullt skrið aftur. Hlökkum til að sjá og heyra í ykkur!

Við erum byrjuð aftur! Read More »