mars 2020

Starfsdagur á mánudaginn

Vegna aðgerða gegn Covid veirunni sem taka gildi á miðnætti sunnudaginn 15. mars hefur verið ákveðið að fella niður alla kennslu í Tónlistarskólanum mánudaginn 16. mars.  Stjórnendur skólans munu fara yfir stöðuna og greina nánar frá hvernig framhaldið verður.  Eins og staðan er í dag reiknum við með áframhaldandi skólastarfi frá og með þriðjudeginum 17.

Starfsdagur á mánudaginn Read More »

Grunnprófstónleikar í anddyri Tónlistarskólans

Þær Eyrún Sigþórsdóttir, Hrönn Eyjólfsdóttir og Ragna Benedikta Steingrímsdóttir, nemendur í rytmískri söngdeild Tónlistarskólans, halda tónleika í anddyri skólans mánudagskvöldið 9. mars kl 20:00Þær eru allar að undirbúa grunnpróf og munu á tónleikunum flytja prófverkefnin, þar sem kennir ýmissa grasa. Meðleikari er Birgir Þórisson. Allir hjartanlega velkomnir.

Grunnprófstónleikar í anddyri Tónlistarskólans Read More »

Tónlistarvalið 2020

Fimmtudaginn 5. mars kl. 20:00 verða tónleikar Tónlistarvals í sal Tónbergi. Tónlistarvalið er samstarfsverkefni grunnskólanna á Akranesi, Brekkubæjarskóla og Grundaskóla, og Tónlistarskólans.  Nemendur í valinu hafa unnið að því undanfarin misseri að æfa lög saman í hljómsveitum og munu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á fimmtudaginn. Þeim til halds og trausts verða svo góðir gestir,

Tónlistarvalið 2020 Read More »

Vegna kórónaveirunnar

Upplýsingar til foreldra Ágætu foreldrar / forráðamennÍ ljósi þess að nú hefur hættustigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnaráréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningumsóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins:www.landlaeknir.is Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreinderu sem hættusvæði. Ef

Vegna kórónaveirunnar Read More »