Jónína Arnardóttir

Nótan í Hörpu

Um helgina fara um 20 nemendur frá skólanum og taka þátt í Nótunni, samstarfsverkefni tónlistarskóla í Hörpu.  Trommusveitin okkar spilar á stóra sviðinu í Eldborg á tónleikum kl. 12:30 á sunnudag og annar stór hópur tekur þátt í tónsköpunarverkefni og það verður flutt á lokahátíð kl. 16:30 í Eldborg.  Einnig verður fluttur flautukonsertkafli í Hörpuhorni

Nótan í Hörpu Read More »

Rut Berg Guðmundsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri

Rut Berg hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri í Tónlistarskólanum á Akranesi.  Hún tekur við starfinu af Birgi Þórissyni og þökkum við honum kærlega vel unnin störf.  Rut er öllum hnútum kunnug í skólanum því hún var áður nemandi skólans og útskrifaðist með framhaldspróf á flautu frá skólanum árið 2005.  Hún lauk síðan B.Mus. prófi frá Listaháskóla

Rut Berg Guðmundsdóttir nýr aðstoðarskólastjóri Read More »

Forsetinn og flautukvartettinn

15. desember kom forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn á Akranes. Við það tækifæri spilaði flautukvartett skólans fyrir hann og fleiri á Breiðinni.  Kvartettinn skipa Adda Steina Sigþórsdóttir, Auður María Lárusdóttir, Sigurjón Jósef Magnússon og Sunneva Rut Skaale Hjaltadóttir. Þau stóðu sig með glæsibrag. Kennarinn þeirra er Patrycja Szalkowicz. Myndasmiður var Ólafur Páll Gunnarsson

Forsetinn og flautukvartettinn Read More »

Jólatónleikar framundan

  Á þriðjudag í næstu viku hefst jólatónleikaröðin í Tónlistarskólanum.   Alls verða ellefu tónleikar og hefjast flestir kl. 18:00   Sú nýbreytni verður í ár að við bjóðum upp á jólaball fyrir yngstu nemendurna þar sem nemendur koma fram en fá líka að dansa og syngja og dansa í kringum jólatré.           

Jólatónleikar framundan Read More »

Bóndadagstónleikar

Bóndadagstónleikar Tónlistarskólans eru yfirleitt hádegistónleikar þar sem boðið er upp á súpu, en út af “svolitlu” þá eru þeir rafrænir þetta árið.    Nemendur Sigríðar H. Elliðadóttur í söngdeild eru í aðalhlutverki en einnig koma fram píanó og flautunemendur. Njótið vel og gleðilegan bóndadag!   -edit-Tónleikarnir hafa verið teknir úr birtingu á youtube, en ef

Bóndadagstónleikar Read More »

Nýr aðstoðarskólastjóri

  Birgir Þórisson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri við Tónlistarskólann á Akranesi. Hann tekur við stöðunni af Elfu Margréti Ingvadóttur en hún hefur gengt starfinu í afleysingum frá haustinu 2018 fyrir Skúla Ragnar Skúlason, sem nú hefur látið af störfum við skólann. Birgir hefur starfað við skólann frá árinu 2011 og verið deildarstjóri undanfarin tvö ár.  Birgir hefur

Nýr aðstoðarskólastjóri Read More »