Kynningarfundur í Tóska

11Sept17:0018:00Kynningarfundur í Tóska

Event Details

Nú er vetrarstarfið alveg að komast á fullt í Tónlistarskólanum og langar okkur af því tilefni að bjóða öllum nýjum nemendum og forráðamönnum þeirra á kynningarfund um starfið í skólanum á miðvikudag kl. 17.00 í Tónbergi.

,,Hvað þarf að æfa mikið heima?” ,, Þarf ég að eiga hljóðfæri?” ,,Er tónfræði mikilvæg?” o.fl. eru dæmi um spurningar sem verður svarað á kynningarfundi um starfið í skólanum á miðvikudag kl. 17.00 í Tónbergi. Þá fá gestir færi á að spyrja alls milli himins og jarðar.. Þó eru meiri líkur á svörum við spurningum sem tengjast Tónlistarskólanum…

Forráðamenn/nemendur nemenda sem eru ekki nýir eru að sjálfsögðu einnig velkomnir á fundinn ef þeir hafa einhverjar spurningar eða vilja kynna sér starfið betur.

Hlökkum til að sjá þig 😉

more

Time

(Miðvikudagur) 17:00 - 18:00

Location

Tónberg

Dalbraut 1