- Dalbraut 1, 300 Akranes
- 433-1900
- toska@toska.is
- Mán, þri og mið: 12-16 | Fim: 9-16, | Fös 8-12
Strengjasveitin Regnbuen í Tónbergi
08Okt18:0020:00Strengjasveitin Regnbuen í Tónbergi
Event Details
Barna og unglingahljómsveitin Regnbuen frá Noregi var stofnuð árið 2000 ogsamanstendur af börnum á
Event Details
Barna og unglingahljómsveitin Regnbuen frá Noregi var stofnuð árið 2000 ogsamanstendur af börnum á aldrinum 8-18 ára. Hljómsveitin heitir Regnbuen semþýðir regnboginn, vegna þess að það rignir mikið í Björgvin, en einnig vegna þess að meðlimirnir eru alls kyns litrík börn, sem koma frá Björgvin og svæðunum í kring.
Í ferðinni til Íslands eru 40 tónlistarmenn þar á meðal hljómsveitarstjórarnirtveir; Kari Knudsen og Stefan Bivand. Báðir hljómsveitarstjórarnir eru starfandivið Bergen Kulturskole og starfa auk þess sem strengjakennarar.
Það verða fjórir frábærir tónleikar á Íslandi:
Þriðjudaginn 8. október klukkan 16 í vitanum á Akranesi og klukkan 18 í Tónbergi, Tónlistarskólanum á Akranesi, ásamt nemendum úrtónlistarskólanum.
Miðvikudaginn 9. október í Hörpu, Hörpuhorni klukkan 14 og fimmtudaginn10. október í Háteigskirkju ásamt Allegro tónlistarskólanum.
Tónlistin sem er spiluð er fjölbreytt og inniheldur verk eins og ræðu Víkinga, Capriol Suite eftir Peter Warlock, tónlist eftir Suður-Kóreaska tónskáldið SoonHee Newbold og verk eftir norska tónskáldið Edward Grieg.
more
Time
(Þriðjudagur) 18:00 - 20:00