17. júní

17. júní hátíðarhöldin á Akranesi verða með talsvert breyttu sniði í ár en verið hefur, sökum Covid-19. Í stað hátíðardagskrár á torginu er búið að útbúa streymisþátt með hátíðardagskrá sem streymt verður á morgun. 

Hópur frá Tónlistarskólanum tekur þátt í þættinum en hópurinn var upprunalega settur saman til að taka þátt í Nótunni – uppskeruhátíð Tónlistarskólanna. Því miður varð ekki af hátíðinni, en krakkarnir munu flytja verkið sem æft var fyrir Nótuna og frábært að þau fá tækifæri til að flytja þetta verk á þessum vettvangi. Það eru þær Elżbieta Kowalczyk og Patrycja Szałkowicz sem stýra hópnum.

Nótusveitin mun þó ekki  eingöngu spila þetta eina verk, heldur munu þau einnig flytja lagið 17. júní. Þar munu þau fá með sér í lið flottan hóp krakka úr Forskóla 2, undir stjórn Brynju Valdimarsdóttur, sem mun syngja með þeim.

Streymið má finna á netmiðlum Akraneskaupsstaðar og hvetjum við alla að fylgjast með 🙂


https://www.akranes.is/

https://www.facebook.com/Akraneskaupstadur

 

Gleðilega hátíð!