Blásaradeild

Í blásaradeild er kennt á althorn, barítónhorn, básúnu, franskt horn,  klarínett (venjulegt og bassa), saxófón, tenórhorn, trompet,  túbu og þverflautu.
Áhersla er lögð á að nemendur taki snemma þátt í samspili og eru allskonar samspilshópar starfandi við skólann, bæði Skólahljómsveit sem og popp/rokk/jazz samspil.

Básúna

Básúnan setur ,,úmpf!” í samspilið og er stórglæsilegt sólóhljóðfæri. Kennt er samkvæmt rytmískri námsskrá tónlistarskólanna og mikil áhersla lögð á samspili.

Horn

Fallegur, breiður og mjúkur hljómur er það sem einkennir hornið. Til eru nokkrar útfærslur af hornum – alt horn, bariton horn, franskt horn og tenor horn.  Horn eru mikið notuð í t.d. kvikmyndatónlist, þá ýmist sem sólóhljóðfæri og í samspili.

Klarinett

Klarinett hefur mjög ákveðinn karakter sem einkennist af blíðu og hlýjum tóni. Hljóðfærið hefur verið vinsælt í öllum tegundum tónlistar, allt frá klassískri tónlist til jazz og yfir í kvikmynda,popp og nútímatónlist.

Kennt er samkvæmt klassískri og rytmískri námsskrá tónlistarskólanna (eftir því hvaða leið nemendur velja). 

Lögð er áhersla á að nemendur taki þátt í samspili og hljómsveitum fljótlega eftir að nám hefst. 

Saxófónn

Mjúkur og blíður – rifinn og kröftugur, saxafónninn bíður upp á allskonar blæbrigði! Mikið notaður í jazz, rokk, popp – en einnig í klassískri tónlist.

Til eru nokkrar útgáfur af saxafóninum; alto sax, tenor sax, sópran sax og bariton sax – en hvert hljóðfæri hefur sinn eigin karakter og hlutverk í samspili. 

Algengast er að nemendur byrji á alto sax en geta svo skipt þegar ákveðnum grunni er náð á hljóðfærið.

Kennt er samkvæmt rytmískri námsskrá tónlistarskólanna og eru nemendur hvattir snemma til að taka þátt í samspilum.

Trompet

Bjartur, hvass, mjúkur, kröftugur – trompetinn er með breiða litapallettu.

Áður fyrr notaður til að tilkynna komu kónga og aðalfólks, nú mikið notaður í allri tegund tónlistar, klassískri, jazz, popp, rokk og kvikmyndatónlist.

Kennt er samkvæmt klassískri og rytmískri námsskrá tónlistarskólanna og eru nemendur hvattir til að taka þátt í samspilum og hljómsveitum.

Þverflauta

Flautan, með sinn mjúka fagra tón hefur verið sívinsælt hljóðfæri í gegnum aldirnar og hefur verið notuð í alla tegund tónlistar. Klassísk tónlist, jazz, popp, rokk – flautan getur þetta allt og möguleikarnir endalausir!

Kennt er samkvæmt klassískri námsskrá tónlistarskólanna og taka nemendur þátt í allskonar samspilum, allt frá litlum flautuhópum upp í stærri hljómsveitir.

X