Píanó

Í upphafi námsins fara allir í gegnum sama grunninn upp að grunnprófi.

Þegar grunnprófi er náð, geta nemendur valið hvort þeir vilji meiri sérhæfingu og geta þá valið á milli tveggja leiða..

Klassískt píanó

Kennt eftir klassískri  námskrá tónlistarskóla, þar sem nemendur fara í gegnum ýmis verk og æfingar.

Lögð er áhersla á að verkefnin séu fjölbreytt og við hæfi hvers nemanda. Verk gömlu (og nýju) meistaranna eru meðal viðfangsefna en einnig ný tónlist og spuni. 

Nemendur læra að lesa nótur og spila eftir þeim, sem og að spila eftir eyranu og að spila hljóma. 

Æskilegt er að hljóðfæri sé til heima.

Rytmískt píanó

Kennt er eftir rytmískri námskrá tónlistarskóla.

Helstu viðfangsefni eru popp, jazz og rokktónlist, svo eitthvað sé nefnt. 

Lögð er áhersla á að kenna að spila eftir eyranu og hljómum með það fyrir augum að nemendur komi til með að taka þátt í samspili og hljómsveitum.  

Einnig er kenndur nótnalestur, tónfræði og svo jazzhljómfræði á seinni stigum.