Tónfræðigeinar

Tónfræðigreinar

Að læra tónfræði er ómissandi þáttur af því að verða tónlistarmaður. Tónfræðin dýpkar skilning okkar á tónlist og gerir okkur kleift að tala saman á faglegan hátt um allt sem viðkemur tónlist og flutningi á henni.

Allt frá því hvernig form á lögum virka yfir í hin ýmsu hugtök um blæbrigði – allt þetta lærum við í tónfræðinni.

Fyrir hverja?

Tónfræði er fyrir alla sem ætla að læra að spila tónlist!

Hvenær skal byrja að læra?

Við lærum tónfræði samhliða hljóðfæranáminu og hefst það nám í raun í fyrsta hljóðfæratíma.
Hinsvegar þegar við erum komin lengra í hljóðfæranáminu þá þurfum við að bæta við okkur í tónfræðináminu og fara í sér tíma.

Miðað er við að nemendur byrji í síðasta lagi í 6. bekk í tónfræðitímum.

Hvað lærum við þar?

Tónfræðitímar skiptast í tvennt þar sem annars vegar er kennd tónheyrn – þar sem við fínstillum tóneyrað og hinsvegar sjálfa tónfræðina.

Í tónfræðinni lærum við allt hið fræðilega sem snýr að tónlistinni – t.d. ítölsku orðin, tónlistarsögu, hryn og margt fleira.

 

 

Námsefnið

Ópusbækurnar

Við notumst við Ópusbækurnar eftir þær Guðfinnu Guðlaugsdóttur og Mörtu E. Sigurðardóttur.

Bækurnar eru alls 6 talsins og ná yfir mest allt tónfræði, tónlistarsögu og tónheyrnarnám sem læra þarf fyrir miðpróf.

Fyrir grunnpróf

Þarf að klára bækur 1-3.

Fyrir miðpróf

Þarf að klára bækur 4-6