Forskóli Hljóðfæri Söngur Leikir Hlustun

1. bekkur

Forskóli 1 er ætlaður nemendum í 1. bekk grunnskólanna.

Hvað gerum við?

Nemendur kynnast tónlistinni í gegn um söng, dans, hlustun, leiki og hrynþjálfun. Nemendur leika einnig á blokkflautur og hin ýmsu ásláttarhljóðfæri ásamt því að búa til sína eigin tónlist. Eftir áramót fá nemendur einnig að kynnast og skoða flest öllum hljóðfærum sem kennt er á í Tónlistarskólanum.

Markmið

Í forskóla 1 er áhersla á að vekja áhuga nemenda á tónlist og að þeir læri undirstöðuatriðin í því að leika tónlist. Nemendur kynnast tónlistinni í gegn um söng, dans, hlustun, leiki og hrynþjálfun.

Hóptímar

Kennsla í forskóla 1 fer fram í grunnskólunum strax að skólatíma loknum. Nemendur eru um það bil 6 saman í hóp og er hver kennslustund um 40 mínútur.

Forskóli 2

Veturinn 2019-2020 var farið af stað með þróunarverkefni í Tónlistarskólanum á Akranesi sem snýr að kennslu yngri barna við skólann.

Þróunarverkefnið snýr að forskólanum í skólanum okkar, sem verður núna tveggja ára nám.

 

Forskóli 2 er einskonar hljóðfæraforskóli, þar sem börnin velja sér ákveðnar hljóðfærafjölskyldur til að læra um og læra þá einnig að spila á þau hljóðfæri. Þarna er verið að leggja grunn að áframhaldandi hljóðfæranámi við skólann og er forskóli 2 nokkurskonar brú úr forskólanum okkar og yfir í almennt hljóðfæranám. Áherslan verður að mestu leyti á söng, hljóðfæraleik og hrynþjálfun. 

 

Kennslufyrirkomulagið verður þannig að kennt er tvisvar sinnum í viku í um það bil 40 mínútur í senn. Annað skiptið eru nemendur 3 saman í hóp og gerum við ráð fyrir að þeir tímar fari  að mestu leyti fram á skólatíma í grunnskólunum, en hitt skiptið eru stærri hóptímar sem fara fram í Tónlistarskólanum. var

Strengjahópur

Þar kynnast nemendur fiðlu og sellói

Hljómborðshópur

Þar kynnast nemendur píanói, harmoniku, hljómborði og marimbum

Ukulelehópur

Þar kynnast nemendur ukulele, gítar og bassa

Tréblásturshópur

Þar kynnast nemendur þverflautu, klarinetti og saxófóni. Nemendur leika á sérstök plasthljóðfæri sem hæfa líkamsþroska þeirra á þessum aldri    

Málmblásturshópur

Þar kynnast nemendur trompeti, básúnu,horni og túbu. 

Nemendur leika á sérstök plasthljóðfæri sem hæfa líkamsþroska þeirra á þessum aldri

Trommuhópur

Þar kynnast nemendur ýmsum slagverkshljóðfærum