Kennt er samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla.

Námið skiptist í 3 námsáfanga: grunnstig, miðstig og framhaldsstig.

Í lok hvers áfanga er tekið samræmt lokapróf. Samhliða námi í hljóðfæraleik/söng, sem almennt er kennt í einkatímum, stunda nemendur nám í tónfræðigreinum sem kenndar eru í hóptímum.

Til að ljúka áfangaprófi þarf nemandi að ljúka bæði prófi í hljóðfæraleik/söng og tónfræðigreinum.

Miðað er við að hver námsáfangi geti tekið u.þ.b. 3 – 4 ár. Frá þessu geta verið frávik bæði til styttingar og lengingar.

Þau ár sem nemandi tekur ekki áfangapróf eru tekin árspróf. Í lok skólaárs fær nemandi umsögn kennara síns og umsögn pródómara í ársprófi sé um það að ræða.

Ætlast er til þess að nemendur æfi sig heima daglega. Stuðningur og áhugi forráðamanna við tónlistarnámið skiptir miklu varðandi árangur. Árangursríkara er að æfa sig oftar og skemur í senn en sjaldnar og lengur.