Mjúkur og blíður – rifinn og kröftugur, saxafónninn bíður upp á allskonar blæbrigði! Mikið notaður í jazz, rokk, popp – en einnig í klassískri tónlist.
Til eru nokkrar útgáfur af saxafóninum; alto sax, tenor sax, sópran sax og bariton sax – en hvert hljóðfæri hefur sinn eigin karakter og hlutverk í samspili.
Algengast er að nemendur byrji á alto sax en geta svo skipt þegar ákveðnum grunni er náð á hljóðfærið.
Kennt er samkvæmt rytmískri námsskrá tónlistarskólanna og eru nemendur hvattir snemma til að taka þátt í samspilum.