1.-2. bekkur

Forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólanna.

Taktur, nótur og hugtök

Nemendur vinna með takt, læra að lesa fyrstu nóturnar og helstu hugtök tónlistarinnar. Er unnið í bóklegum verkefnum, sem og verklegum.

FORSKÓLI

Tónleikar

Nemendur koma fram á tónleikum 2x á vetri og hafa einnig farið í heimsóknir á Dvalarheimilið Höfða að spila fyrir íbúa.

Markmið

Markmið forskólakennslunnar er að undirbúa nemendur fyrir frekara tónlistarnám.

Hóptímar

Nemendur mæta 1x í viku í hóptíma í tónlistarskólann, 40 mínútur í senn.