Forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskóla.

Í vetur verður boðið upp á forskólakennslu í Brekkubæjarskóla og Grundarskóla og er stefnt að því að tímarnir verði í beinu framhaldi af skólatíma barnanna.

Markmið forskólakennslu er að undirbúa nemendur fyrir frekara tónlistarnám. Nemendur læra að vinna með takt,  nótur og fyrstu hugtökin í tónlist. Áhersla er lögð á hrynþjálfun, hreyfingu, söng og hlustun. Verkefnavinna er þar sem nemendur læra m.a. að skrifa nótur og önnur tákn sem notuð eru í tónlist.

Nemendur læra einnig á blokkflautu þar sem þeir taka fyrstu skrefin í nótnalestri og hrynlestri.

Nemendur mæta einu sinni í viku í Tónlistarskólann 40 mínútur í senn.

Nemendur fá þjálfun í að búa til sín eigin lög á blokkflautu.

Nemendur koma fram á tónleikum í Tónlistarskólanum tvisvar á vetri og hafa farið í heimsóknir á Dvalarheimilið Höfða.

Kennarar í forskóladeild eru:

Friðrik Vignir Stefánsson

Rut Berg Guðmundsdóttir