Gítardeild

Kassagítar

Klassískur gítar

Kontrabassi

Rafgítar

Rafbassi

Úkulele

Rafgítarinn

Rokk, jazz, popp, elektroník – rafgítarinn er ótrúlega fjölhæft hljóðfæri og kemur víða við í nútíma tónlist. 

Mögulegt er fyrir nemendur á rafgítar að taka þátt í samspilum og að taka próf skv. rytmískri námsskrá (Grunn-mið- og framhaldspróf).

Rafbassi

Og hér kemur grúvið! Bassinn (ásamt trommunum) er grunnurinn í allri rytmískri tónlist.

Kennt er samkvæmt rytmískri námsskrá tónlistarskólanna. Lögð er áhersla á að bassanemendur taki jafnframt þátt í allskonar samspilum með öðrum nemendum skólans.

Þjóðlaga-gítar

  • Hvort sem þú vilt geta spilað í þjóðlagasveit, með söng við skemmtanir, popphljómsveit - eða hvað sem er, þá er þjóðlagagítarinn fær í flestan sjó!
  • Kennt er samkvæmt rytmískri námsskrá tónlistarskólanna.

Klassískur gítar

Klassíski gítarinn er töfrandi hljóðfæri. Spænsk tónlist, klassísk tónlist og margt fleira er viðfangsefni klassískra gítarleikara. 

Kennt er samkæmt klassískri námsskrá tónlistarskólanna.

Ukulele

  • Ukulele er nýjasta viðbótin við gítardeild tónlistarskólans. Kennt er bæði í hóptímum og einkatímum. Algengt er að nám hefjist í gegnum forskólann (forskóla 2) en annars er miðað við 2. - 3. bekk.
X