Hvar áttu að vera?

Nýjar og hertar sóttvarnarreglur hafa tekið gildi og bregðumst við með þeim með ýmsu móti.

Tónlistarskólanum hefur nú verið skipt upp í 2 hólf. Annað hólfið (hólf A) er við aðalinnganginn og munu einungis nemendur þeirra kennara sem kenna þar þann daginn nota hann.

Hólf B er með aðgengi að innganginum baka til (kennarainngangurinn) – sem snýr að Dalbrautinni. 

Við innganginn í hvort hólf verður daglega settur upp listi sem sýnir hvaða kennarar eru að kenna þar þann daginn og eru nemendur og forráðamenn beðnir að skoða hann vel áður en gengið er inn – ekki er leyfilegt að ganga í gegnum á milli hólfa. 

 

Við gerum okkar besta til að halda stundatöflum eins og hægt er, en ljóst er að mögulega verður eitthvað rask á kennslunni. Kennarar munu vera í sambandi við ykkur ef eitthvað kemur upp.

Eins og okkur finnst gaman að hitta ykkur öll þá ætlum við að biðja fólk að koma ekki að óþörfu í skólann og nemendur að mæta rétt fyrir tíma og fara úr skólanum þegar tíma er lokið. 

 

  

 

 

Myndir af:

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/11/01/Ny-reglugerd-um-skolastarf-tekur-gildi-3.-november-Skolar-afram-opnir/