Námskeið í sviðsframkomu í Tónlistarskólanum

Mánudaginn 6. maí kom Þorsteinn Bachmann leikari í heimsókn til okkar í Tónlistarskólann og hélt námskeið í sviðsframkomu.

Þorsteinn hefur, ásamt Magnúsi Jónssyni rekið Leiktækni skóla Magnúsar Jónssonar og Þorsteins Bachmann, en hann er landsmönnum einnig að góðu kunnur af störfum sínum fyrir leikhúsin og í kvikmyndum og sjónvarpi.

Á námskeiðinu var farið eins og áður sagði í framkomu og m.a. kynnti Þorsteinn fyrir okkur Michael Chekhov leiktæknina.

Námskeiðið var stórskemmtilegt og lærdómsríkt, bæði fyrir nemendur og kennara.