Reynir Hauksson- Flamenco- gítartónlist

Borgfirðingurinn og gítarleikarinn Reynir Hauksson verður með kynningu á Flamenco tónlist í Tónlistarskóla Akraness miðvikudaginn 3. apríl klukkan 17:00. Kynningin fer fram í tali og tónum og stendur í um 40 mínútur. Allir velkomnir.

Reynir býr í Granada, Spáni og starfar þar sem Flamenco gítarleikari. Reynir hefur stundað það síðustu ár að halda eina einleikstónleikaferð um Ísland ár hvert til að kynna þetta magnaða listform fyrir Íslendinga.

Síðar sama dag klukkan 20:30 heldur Reynir tónleika í Vinaminni og fá ungmenni upp að 16 ára aldri frítt inn í fylgd með foreldrum.