Skull Crusher með viðurkenningu á Nótunni

Lokahátíð NÓTUNNAR fór fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 6. apríl sl.  

Hljómsveitin Skull Crusher frá Tónlistarskólanum á Akranesi stóð sig frábærlega og hlaut viðurkenningu í “Opinn flokkur – samleikur” Þeir fluttu Metalica lagið “For Whom the Bell tolls” Meðlimir Skull Crusher eru Fannar Björnsson, rafgítar, Helgi Rafn Bergþórsson, söngur, Ingibergur Valgarðsson, trommur og Baldur Bent Vattar Oddsson, bassi

Við óskum Skull Crusher meðlimum og kennurum þeirra til hamingju með hreint frábæra uppskeru á lokahátíð Nótunnar í Hofi sl. laugardag. Þau tuttugu og fjögur atriði sem flutt voru á tvennum tónleikum voru hvert öðru glæsilegra og geta nemendur verið stoltir af frammistöðu sinni.