Söngtónleikar framhaldsstigsnemenda Tónlistarskólans

 
 
Nú fer að styttast í fyrstu tónleika vorsins. Það eru framhaldsstigsnemendur úr söngdeild Tónlistarskólans sem munu ríða á vaðið. 
 
Þau Gunnar Már Ármannsson tenór, Ingibjörg Ólafsdóttir sópran, Valdís Inga Valgarðsdóttir sórpan og Þorvaldur Þorvaldsson baritón munu stíga á svið ásamt Zsuzsönnu Budai píanóleikara.
 
Munu þau flytja vel valin íslensk og erlend ljóð, aríur, dúetta og tríó.
Tónleikarnir fara fram í Tónbergi, sal Tónlistarskólans, þriðjudaginn 4. maí kl. 19:30.
 
Aðgangseyrir er enginn og allir velkomnir (eins og fjöldatakmarkanir leyfa)!