Mánudaginn 3. júní síðastliðinn fór fram opnunarhátíð Sumarlesturs á Bókasafni Akraness.
Það má með sanni segja að Sumarlesturinn hafi farið af stað með trukki, en hljómsveitin Skull Crusher sá um að koma gestum í gírinn. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir nemendur í Tónlistarskólanum og hafa verið duglegir að koma fram upp á síðkastið við hin ýmsu tilefni.
Vel var tekið í þessa örtónleika, og aldrei að vita nema eitthvað í líkingu við þetta verði gert aftur.