Nú er vetrarstarfið alveg að komast á fullt í Tónlistarskólanum og langar okkur af því tilefni að bjóða öllum nýjum nemendum og forráðamönnum þeirra á kynningarfund um starfið í skólanum á miðvikudag kl. 17.00 í Tónbergi.
,,Hvað þarf að æfa mikið heima?“ ,, Þarf ég að eiga hljóðfæri?“ ,,Er tónfræði mikilvæg?“ o.fl. eru dæmi um spurningar sem verður svarað ásamt því að gestir geta spurt alls milli himins og jarðar.. Þó eru meiri líkur á svörum við spurningum sem tengjast Tónlistarskólanum…
Forráðamenn/nemendur nemenda sem eru ekki nýir eru að sjálfsögðu einnig velkomnir á fundinn ef þeir hafa einhverjar spurningar eða vilja kynna sér starfið betur.
Hlökkum til að sjá þig 😉