Innheimta skólagjalda er í höndum bæjarskrifstofu Akranesskaupstaðar. Skólagjöldum er skipt niður á 4 gjalddaga yfir skólaárið.
Hætti nemandi námi á miðri önn ber honum að greiða fullt gjald fyrir þá önn sem hafin er. Skil haustannar og vorannar eru um áramót.