Í haust tókum við í Tónlistarskólanum upp nemendaskráningarkerfið School Archive. Kerfið er notað til að halda utan um alla þætti er koma að starfi skólans, allt frá nemendaskráningu yfir í stofutöflur, kladda og allt þar á milli.
Það sem meira er, að í kerfinu er foreldrum/forráðamönnum og nemendum gefið færi á að skrá sig inn og sjá upplýsingar um allskonar hluti tengda náminu, sem og að tilkynna veikindi nemenda o.fl. Til þess að skrá sig inn er slegin inn slóðin; http://www.schoolarchive.net og er síðan smellt á flipann þar sem stendur guardian. Þar er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Önnur nýjung í starfi skólans er að nú eru skólagjöld komin inn á greiðslukerfi Akranessbæjar. Til að greiða í gegnum kerfið er farið inn á; http://toska.felog.is og er þar hægt að greiða með greiðslukorti eða tómstundastyrk, líkt og verið hefur hjá íþróttafélögunum.
Ef einhverjar spurningar vakna, eða erfiðleikar koma upp við nýtingu á öllum þessum nýjungum, hikið ekki við að hafa samband við okkur og við reynum að leysa úr þeim!