Nú styttist í að kennslan í Tónlistarskólanum fari aftur á fullt og hlökkum við öll til að hitta nemendurna aftur eftir gott sumarfrí!
Kennarar eru þessa dagana að vinna í að leggja lokahönd á stundatöflur, en kennslan hefst formlega á morgun – fimmtudaginn 29. ágúst.
Okkur er líka ánægja að kynna til leiks tvo nýja kennara við skólann en það eru þeir Finn Schofield sem mun kenna á tréblásturshljóðfæri og Steinar Kristinsson sem mun kenna á málmblásturshljóðfæri.
Hlökkum til að sjá ykkur öll aftur og góða skemmtun í vetur!