Nú er runninn upp 27. ágúst 2020. Frábær dagur, sér í lagi vegna þess að í dag hefst kennsla að nýju hjá okkur í Tónlistarskólanum. Kennarar hafa verið að hafa samband við nemendur og foreldra (og sú vinna heldur áfram næstu daga) og má búast við því að flestir tímar verði komnir á hreint og kennsla komin á fullt í byrjun næstu viku.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll aftur og bjóðum nýja nemendur hjartanlega velkomna í skólann!