Nú er skólastarf hafið, stundatöflur að komast á hreint og kennsla að fara örlítið af stað í þessari viku – og af fullum krafti í næstu viku. Kennarar eru á fullu þessa dagana að klára að hafa samband við nemendur og forráðamenn.

Aðsókn í skólanum er með besta móti – þó getum við bætt örfáum nemendum við á klarinett – fyrstir koma fyrstir fá! 🙂 

 

Hlökkum til að sjá ykkur!