Jónína Erna skólastjóri Tónlistarskólans fer í ársleyfi frá og með 1. september. Rut Berg Guðmundsdóttir mun leysa hana af og henni til aðstoðar verður Elfa Margrét Ingvadóttir.
Kennslan byrjar fimmtudaginn 24. ágúst og kennarar eru þessa dagana að hafa samband við nemendur upp á að finna tíma fyrir tónlistartímann. Við erum mjög spennt fyrir nýju skólaári og skólinn er nánast fullur af efnilegum nemendum. Við eigum þó nokkur pláss í...
Skólaslit Tónlistarskólans á Akranesi fóru fram við hátíðlega athöfn 23. maí. Þar tóku tólf nemendur við stigsprófsskírteinum og sextán nemendur við áfangaprófsskírteinum. Auk þess fengu nemendur í einleiksflokki og trommusveit sem tóku þátt í Nótunni...
Um helgina fara um 20 nemendur frá skólanum og taka þátt í Nótunni, samstarfsverkefni tónlistarskóla í Hörpu. Trommusveitin okkar spilar á stóra sviðinu í Eldborg á tónleikum kl. 12:30 á sunnudag og annar stór hópur tekur þátt í tónsköpunarverkefni og það verður...