Fyrrum nemandi Tónlistarskólans til margra ára Davíð Þór Jónsson hlaut Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin 2019, sem voru afhent í Berlín fyrir stuttu. Þau bera heitið Harpa og eru veitt árlega einu tónskáldi frá Norðurlöndum.
Verðlaunin hlýtur Davíð fyrir tónlist sína í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð.

Davíð Þór er á meðal fjölhæfustu tónlistarmanna landins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra.

Hann hefur leikið með flestum tónlistarmönnum landsins og spilað á tónlistarhátíðum um allan heim.

Davíð Þór Jónsson er fæddur á Seyðisfirði 27. júní 1978. Foreldrar hans eru þau Jenný Ásgerður Magnúsdóttir listakona, húsfreyja og skrautritari og Jón Þórir Leifsson vélsmiður og lögreglumaður. Davíð á þrjá bræður, Daníel, Leif og Arnar.

Mosfellsbær útnefndi Davíð Þór bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2017.
(Skagafréttir greina frá)

Tónlistarskólinn óskar Davíð þór innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu.