Þessa dagana er myndlistarsýning í anddyrinu hjá okkur í Tónlistarskólanum. Það er hann Almar Daði Kristinsson sem stendur fyrir sýningunni, en Almar Daði er 16 ára nemandi við FVA. Sýningin ber heitið Einhvern tímann er allt fyrst og verður til sýnis næstu 2 vikurnar.
Sýningin er öllum opin og hvetjum við alla til að kíkja við og skoða þessa glæsilegu sýningu.