Ferðalag strengjadeildar að Hólum

Helgina 28.-30. apríl leggur strengjadeild Toska land undir fót og skellir sér í Skagafjörðinn. Þar munu nemendur æfa með nemendum strengjadeildar Tónlistarskóla Skagafjarðar og halda tónleika að Hólum í Hjaltadal.  Allt í allt verða rúmlega 40 nemendur sem munu taka þátt í þessum æfingabúðum.