Þá er páskafríinu lokið og fjarkennslan komin af stað aftur.

Það er þó farið að birta til í öllu þessu ástandi, en frá og með 4. maí mun skólahald verða með hefðbundum hætti og á það einnig við um kennslu í Tónlistarskólanum. 

Það þýðir að við tökum bara upp venjulegt skólastarf með einkatímum og hóptímum og kennt verður í húsnæði grunnskólanna auk tónlistarskólans eins og venjulega. 

Allir tímar ættu því að halda sér eins og þeir voru fyrir samkomubann en ef þið þurfið af einhverjum ástæðum að breyta þá hafið endilega samband við kennara.

Skóladagatal vorsins mun þó taka heilmiklum breytingum; prófavika sem átti að vera í næstu viku með skertri kennslu verður ekki, þess í stað verður „venjuleg“ fjarkennsla þá viku og ákveðið hefur verið að sleppa vorprófum þetta árið. Allir nemendur fá þó umsögn frá sínum kennara.  

Áfangapróf og stigspróf hjá þeim nemendum sem voru að stefna að því verða þó haldin.

Vortónleikar verða einnig með öðru formi en venjulega, við eigum eftir að útfæra það nánar, en sennilega verða þeir á formi tónfunda og fara þeir fram í síðustu viku maí.

Við viljum nota tækifærið og þakka ykkur öllum kærlega fyrir góða þátttöku og sveigjanleika í kringum fjarkennsluna og breytta kennsluhætti, það hafa verið allskonar áskoranir í þessu en þetta hefur þó gengið virkilega vel!