Vökudagar eru nýliðnir og var mikið um að vera um allan bæ. Tónlistarskólinn tók þátt í Vökudögum með ýmsum hætti þetta árið og má þar nefna ljósmyndasýningu sem haldin var í anddyri skólans, Af fingrum fram – tónleikar Jóns Ólafssonar og Gunnars Þórðarsonar í Tónbergi og súputónleika nemenda á Café Kaja.
Hápunktur Vökudaga í Tónlistarskólanum var þó án efa spunanámskeið sem haldið var fimmtudaginn 1. og föstudaginn 2. nóvember.
Námskeiðið, sem var undir dyggri stjórn Gunnars Ben – hljómborðsleikara Skálmaldar, gekk út á það að nemendur lærðu að spinna/semja tónlist saman.
Í lok námskeiðsins voru svo haldnir þrennir örtónleikar þar sem hver nemendahópur flutti afrakstur námskeiðsins.
Námskeiðið tókst vel, sem og tónleikarnir og viljum við í Tónlistarskólanum þakka Gunnari Ben og nemendum okkar kærlega fyrir skemmtilega daga og ykkur öllum sem komuð á tónleikana!