Foreldravika

Í næstu viku 5. – 9. febrúar verður foreldravika í Tónlistarskólunum. Þá er óskað eftir því að forráðamenn fylgi börnunum í tíma í Tónlistarskólanum.

Með þessu vill Tónlistarskólinn efla samskipti kennara og forráðamanna með það að markmiði að styrkja áhuga nemenda fyrir náminu.

Vonumst við til að sjá sem flesta forráðamenn í næstu viku.

Góða helgi.