Forsetinn og flautukvartettinn des 16, 2022 15. desember kom forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn á Akranes. Við það tækifæri spilaði flautukvartett skólans fyrir hann og fleiri á Breiðinni. Kvartettinn skipa Adda Steina Sigþórsdóttir, Auður María Lárusdóttir, Sigurjón Jósef Magnússon og Sunneva Rut Skaale Hjaltadóttir. Þau stóðu sig með glæsibrag. Kennarinn þeirra er Patrycja Szalkowicz. Myndasmiður var Ólafur Páll Gunnarsson