1. bekkur – Forskóli 1
Forskóli 1 er ætlaður nemendum í 1. bekk grunnskóla.
Hvað gerum við?
Nemendur kynnast tónlistinni í gegnum söng, dans, hlustun, leiki og hrynþjálfun. Þeir leika á blokkflautur og ýmis ásláttarhljóðfæri, auk þess að fá tækifæri til að búa til sína eigin tónlist. Eftir áramót fá nemendur einnig að kynnast flestum þeirra hljóðfæra sem kennd eru í Tónlistarskólanum.
Markmið
Í Forskóla 1 er áhersla lögð á að vekja áhuga barna á tónlist og að þau læri undirstöðuatriðin í því að leika tónlist – með söng, hreyfingu, leik og hlustun í fyrirrúmi.
Hóptímar
Kennsla fer fram í grunnskólunum strax að loknum skóladegi. Nemendur eru í hópum upp á um það bil 6 börn, og hver kennslustund tekur u.þ.b. 40 mínútur.
Forskóli 2
Veturinn 2019–2020 hófst þróunarverkefni í Tónlistarskólanum á Akranesi sem snerist um kennslu yngri barna. Niðurstaðan var tveggja ára nám í forskóla.
Forskóli 2 er eins konar hljóðfæraforskóli þar sem börnin velja sér hljóðfærahóp (hljóðfærafjölskyldu) til að læra um og prófa sjálf. Þar er lagður grunnur að áframhaldandi hljóðfæranámi og þjónar námið sem brú frá almennum forskóla yfir í sérhæft hljóðfæranám.
Áherslur:
-
Söngur
-
Hljóðfæraleikur
-
Hrynþjálfun
Kennslufyrirkomulag
Kennt er tvisvar í viku, um 40 mínútur í senn.
-
Í annarri vikulegri kennslustundinni eru nemendur þrír saman í hóp og kennt er yfir daginn í grunnskólanum.
-
Hin stundin er í stærri hóp og fer fram í Tónlistarskólanum.
Hljóðfærahópar í forskóla 2

🎻 Strengjahópur
Nemendur kynnast fiðlu og sellói.
🎹 Hljómborðshópur
Nemendur kynnast píanói, harmoniku, hljómborði og marimbum.
🎸 Ukulelehópur
Nemendur kynnast ukulele, gítar og bassa.
🎷 Tréblásturshópur
Nemendur kynnast þverflautu, klarínettu og saxófóni.
Leikið er á plasthljóðfæri sem henta líkamsþroska barna á þessum aldri.
🎺 Málmblásturshópur
Nemendur kynnast trompet, básúnu, horni og túbu.
Leikið er á plasthljóðfæri sem henta líkamsþroska barna á þessum aldri.
🥁 Trommuhópur
Nemendur kynnast ýmsum slagverkshljóðfærum og æfa takt og hryn.
Steinunn Þorvaldsdóttir
Tónfræði/Forskóli
Úlfhildur Þorsteinsdóttir
Fiðla/Víóla/Forskóli