Rut Berg Guðmundsdóttir,  f.h. Tónlistarskólana á Akranesi, tók í gær á móti styrk frá Akraneskaupstað að upphæð kr. 1.250.000.  

Styrkurinn er veittur fyrir verkefnið „ Þróun kennslu yngri barna við Tónlistarskólann á Akranesi“   en markmið verkefnisins er að brúa bil á milli leikskóla og forskóla.

Akraneskaupstaður veitti styrki fyrir 9,7mkr. Um var að ræða 7,2 milljónir sem fara í skóla-, íþrótta- og menningartengd verkefni, og 2,5 milljónir kr. fara í þróunar- og nýsköpunarverkefni.  Styrkhafar í ár á sviði íþróttaverkefna eru 16 talsins og á sviði menningarverkefna 13 talsins.

Markmiðið með styrkveitingunum er að styðja við  grasrótarstarf á sviði menningar- og íþróttamála og hefur Akraneskaupstaður frá
árinu 2014 styrkt rúmlega 200 verkefni fyrir um 40 m.kr.