Miðvikudaginn 3. júní mun hún Hrefna Berg Pétursdóttir halda framhaldsprófstónleika sína í fiðluleik í sal Tónlistarskólans, Tónbergi. Tónleikarnir hefjast kl. 18:00 

Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach, W.A. Mozart, Fritz Kreisler, César Franck og Sigvalda Kaldalóns.
Meðleikari er Hrönn Þráinsdóttir.
 
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.