Í sumar var hafist handa við endurbætur á Tónbergi, sal Tónlistarskólans. Sviðið var fjarlægt og hiti settur í gólf. Við þetta batnar aðgengi um sviðið til muna – öllum til mikillar gleði.
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á verkið og mikill spenningur að komast aftur að spila í salnum. Þeir Páll Gísli Jónsson og Stefnir Örn Sigmarsson hjá S.F. smiðum eru meðal þeirra sem komið hafa að verkinu og gátu hreinlega ekki beðið lengur og tóku nokkra velvalda tóna til að reka smiðshöggið á þetta.
Bíðum við spennt eftir fyrstu tónleikum dúettsins, Ekki bara iðnaðarmenn, en þeir vinna nú hörðum höndum að undirbúningi þeirra.