Í kvöld frumsýnir Leiklistarklúbbur NFFA söngleikinn Rock of Ages.
Rock Of Ages er kraftmikill söngleikur eftir Chris D’Arienzo. Sögusviðið er Los Angeles um miðjanm 9. áratugin og inniheldur sýningin fjöldan allan af þekktum lögum frá þessum ógleymanlega áratug.
Uppsetning á söngleiknum er samvinnuverkefni NFFA, FVA og Toska og hafa þau Eðvarð Rúnar Lárusson og Elfa Margrét Ingvadóttir séð um tónlistarstjórn á þessu metnaðarfulla verkefni. Nemendur tónlistarskólans og NFFA sjá alfarið um allan söng og tónlistarspil í söngleiknum og eru búin að vinna baki brotnu síðustu mánuði að gera sýninguna sem allra glæsilegasta.
Leikstjórn er í tryggum höndum Gunnars Björns Guðmundssonar, en hann er Skagamönnum að góðu kunnur, enda leikstýrði hann einnig „Með allt á hreinu“ í fyrra.
Uppselt er á frumsýninguna í kvöld en hvetjum við fólk að skunda yfir á midi.is og næla sér í miða á þessa stórgóðu skemmtun!
Sýningar eru eftirtalda daga:
Föstudagur 22. mars kl. 20:00 – uppselt |
Laugardagur 23. mars kl. 20:00 |
Mánudagur 25. mars kl. 20:00 |
Miðvikudagur 27. mars kl. 20:00 |