Laugardaginn 23. mars var Vesturlands- og Vestfjarða- Nótan haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskólanna þar sem nemendur sem komast áfram úr undankeppnum koma fram. Að þessu sinni verður lokahátíðin haldin í Hofi á Akureyri laugardaginn 6. apríl.
Toska fór með fríðan hóp í Borgarnes og stóðu nemendur Tónlistarskólans á Akranesi með mikilli prýði.
Þau fengu alls fimm af tíu verðlaunum í hinum ýmsu flokkum, en alls voru tuttugu og þrjú atriði sem kepptu um hylli dómnefndarinnar.
Þrjú atriði voru svo valin áfram af tónleikunum til að fara í lokakeppni Nótunnar á Akureyri 6. apríl og þangað fer eitt atriði frá Akranesi. Rokkbandið Skullcrusher með lagið For Whom the Bell Tolls eftir Metallica.
Við erum stolt af nemendunum okkar og þetta er frábær árangur hjá þeim!