Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár öllsömul!

Starf er hafið að nýju í Tónlistarskólanum. Almennt halda stundatöflur sér, en þó getur verið að einhverjir tímar breytist og verða kennarar þá í sambandi vegna þess – eins er ansi slæm veðurspá næstu daga sem gæti haft áhrif á kennslu hjá einhverjum. 

Við vonum að þið hafið notið jólafrísins og hlökkum til að sjá ykkur fersk í skólanum 🙂