Nýtt skólaár hófst í lok ágúst og sjáum við fram á viðburðaríkan og skemmtilegan vetur í Tónlistarskólanum.

Nýbreytni verður í skólastarfinu, en um miðjan október verður haldin opin vika í skólanum þar sem hefðbundin kennsla verður brotin upp og nemendum gefst kostur að skrá sig í fullt af áhugaverðum námskeiðum yfir vikuna.

Opna vikan er liður í styttingu vinnuvikunnar, en um leið gott tækifæri til að lífga upp á skólastarfið og gefa nemendum kost á að kynnast nýjum hlutum.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur öll á tónleikum og viðburðum vetrarins, sem og opnu vikunni, og óskum ykkur gleðilegs nýs skólaárs! 🙂